Heim

Orka náttúrunnar

Listræn stjórnun, hönnun, notendaupplifun, framenda- og bakendaforritun

krotlina-thykkCreated with Sketch.
krotlina-thunn

Öflugur þjónustuvefur

Frá því fyrirtækið var stofnað í byrjun árs 2014 hefur Orka náttúrunnar verið leiðandi á ýmsum sviðum sjálfbærrar orkunýtingar á Íslandi, svo dæmi sé tekið með uppbyggingu á neti hleðslustöðva fyrir rafbíla um allt land. ON gegnir lykilhlutverki í þjónustu við ört stækkandi hóp rafbílaeigenda, en starfsemi fyrirtækisins nær yfir mun víðara svið og markmiðið með nýjum vef var meðal annars að sameina þetta tvennt; að gera fjölbreyttri starfsemi fyrirtækisins góð skil, og að vera öflugur þjónustuvefur fyrir viðskiptavini þess og alla þá sem vilja bætast í hópinn.

Til að ná þessum markmiðum byggir vefurinn á lagskiptu viðmóti þar sem hleðslukort, umsóknir og fleiri þjónustuþættir eru alltaf aðgengilegir án þess að skyggja á annað efni. Að öðru leyti lögðum við upp með að vefurinn yrði léttur, snarpur og hannaður með tilliti til ströngustu aðgengisstaðla.

Þorvaldur Árnason
Sérfræðingur í vef- og samfélagsmiðlum hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Samstarf okkar og Kosmos & Kaos hefur verið langt og farsælt. Við rekum mörg vefsvæði og þjónustum fjölbreytilegan hóp notenda. Tæknin og þarfirnar breytast ört. K&K hafa einatt skilað flottu dagsverki, hvort sem um er að ræða hugmyndavinnu, vefhönnun, forritun eða aðstoð við daglegan rekstur á okkar lausnum. K&K eru flott, með framúrskarandi þekkingu og fyrsta flokks þjónustulund!

Skoða meira stöff