Heim

Mitt VÍS

Vefhönnun, notendaupplifun, stílasafn og framendaforritun

krotlina-thykkCreated with Sketch.
krotlina-thunn

Mikilvægur hluti af stafrænni vegferð VÍS

Mitt VÍS er grunnurinn að stafrænni þjónustu VÍS. Verkefnið er nokkuð viðamikið og við vinnum það í nánu samstarfi við teymi innan félagsins í 16 vikna lotum.

Í fyrsta hluta verkefnisins tókum við fyrir tvö ferli og gerðum að fullu rafræn: að tilkynna öll tjón og að óska eftir tilboði í tryggingar. Næst tóku við endurbætur á aðalsíðu Mitt VÍS eftir greiningu á þörfum viðskiptavina, sem sneru að því að auðvelda notandanum að skoða og skrifa undir skjöl og að gera breytingar á tryggingunum sínum.

Þar að auki var útlitið tekið alveg í gegn í takt við nýja ásýnd félagsins.

Gyða Einarsdóttir
Vörustjóri Mitt VÍS
“Þegar við hófum stafrænu vegferðina okkar þá leituðum við samstarfs við Kosmos & Kaos. Við vissum að þar væri mikil sérfræðiþekking á sviði vefsíðugerðar sem og ferskar hugmyndir að hönnun. Við unnum þétt saman að nýju útliti Mitt VÍS þar sem þarfir viðskiptavina eru ávallt settar í fyrsta sæti. Hjá Kosmos & Kaos vinnur hæfileikaríkt og skemmtilegt fólk sem við getum treyst á að skili af sér í framúrskarandi vinnu.”

Skoða meira stöff