Heim

Diamond Suites

Mörkun, lógó hönnun, listræn stjórnun, vefhönnun, vefforritun, vue forritun, leitarvélabestun

krotlina-thykkCreated with Sketch.
krotlina-thunn

Þetta á að vera geðveikt!

„Við erum að gera fyrsta 5 stjörnu hótelið á Íslandi og vefurinn þarf að vera geðveikt flottur“. Nokkurn vegin svona hljóðaði uppleggið að verkefninu frá vinum okkar á Hótel Keflavík sem eiga og reka Diamond Suites.

Fyrir hönnunarnörd eins og okkur sem fíla að gera framúrstefnulega hluti í hönnun & kóða verða uppleggin vart betri. Það sem gerði þetta verkefni ennþá skemmtilegra var að hanna allt frá A-Ö. Við hönnuðum logo, gerðum branding og meira að segja lyklaskiltin fyrir herbergin. Því næst var ráðist í að hanna vef sem myndi sæma 5 stjörnu hóteli, maður veit nú aldrei hvenær Beyonce smellir sig í gegnum vefinn.

Við ákváðum að nota allra nýjustu tækni, sleppa vefumsjónarkerfinu og nýta tímann í að gera framendann enn flottari. Vue (javascript framework) varð ofan á og allur framendi algerlega dýnamískur. Þetta leyfði okkur að fara lengra með hönnunina og gæla við smáatriðin. Skiptingar milli síðna eru smooth eins og silki til að gefa enn meiri hughrif af munaði.

Vefurinn hlaut sérstaka viðurkenningu í Special Kudos á CSS Design Awards.

Það er ekki á hverjum degi sem kúnnar eru til í að ganga svona langt og kunnum við teyminu á Hótel Keflavík bestu þakkir fyrir traustið.

Kíktu á diamondsuites.is
Steinþór Jónsson
Eigandi
Fagmennska og frumlegar hugmyndir með persónulegri þjónustu er þeirra aðalsmerki. Logoið okkar fyrir Diamond Suites er einfaldlega einstakt og vinnur daglega með okkur verkefnum og framtíðarsýn

Skoða meira stöff