Heim

Arion banki

Mörkun, vefhönnun, hönnunarkerfi & framendaforritun

krotlina-thykkCreated with Sketch.
krotlina-thunn

“…tímasparnaður
 fyrir starfsmenn og einfaldara viðhald…”

Það var okkur sönn ánægja að ráðast í hönnun á nýjum vef Arion banka með uppfært útlit vörumerkisins til að vinna með, nýtt letur og ferska litapallettu.

Helsta áskorunin sem blasti við notendum gamla vefsins var skortur á innra samræmi, sem gerði þeim erfitt fyrir að nálgast upplýsingar og nýta sér þjónustu bankans. Við hönnun á nýja vefnum lögðum við þess vegna allt kapp á að gera reynslu notenda eins snurðulausa og kostur var.

Heildrænt hugsuð og vel útfærð hönnun felur ekki aðeins í sér ávinning fyrir notendur heldur vinnusparnað fyrir starfsfólk bankans bæði hvað varðar þjónustu og rekstur vefsins, auk þess sem hún leggur línurnar fyrir hönnun á öðrum stafrænum verkefnum bankans.

Við erum sérstaklega ánægð með hvernig til tókst og samkvæmt mælingum og viðbrögðum eru notendur á sama máli.

Kíktu á arionbanki.is
krotlina-thykkCreated with Sketch.
krotlina-thunn

Nýtt útlit, betri upplifun og ánægðari viðskiptavinir Arion banka

Eftir að nýi vefurinn fór í loftið verja notendur meiri tíma á arionbanki.is en áður, skoða fleiri síður í hvert skipti og kynna sér fleiri vörur sem bankinn hefur upp á að bjóða. Viðskiptavinir eiga auðveldara með að vafra um vefinn og segjast upplifa hann sem eina heild, sem þýðir að okkur tókst það sem við ætluðum okkur í upphafi.

Við hlökkum til áframhaldandi vinnu með Arion banka og til að sýna og segja frá fleiri spennandi verkefnum sem munu líta dagsins ljós á næstunni.

Skoða meira stöff