Heim

Guðmundur Bjarni Sigurðsson

21. ágúst 2019

Kosmos & Stokk­hólmur

Jæja gott fólk, nú er komið að því. Langþráður draumur orðinn að veruleika, Kosmos & Kaos allra landsmanna hefur hafið starfsemi í Stokkhólmi, fyrirheitna, fullkomna framtíðarlandið, Svíþjóð sko, Stokkhólmur er í Svíþjóð. Ísland er samt auðvitað mest og best.

Við verðum til húsa hjá WeWork í Stokkhólmi, mega næs bygging sem er yfirfull af snillingum í hverju sæti. Ákváðum að það að deila rými með öðrum væri rétta leiðin. Það eru ca 1000 fyrirtæki þarna með okkur að gera alls konar og skrifstofan er í hjarta Stokkhólms, nóg af rafhlaupahjólum til að þeysa um borgina á.

Samhliða þessu höfum við ráðið Inga Má Elvarsson í starf svæðisstjóra (e. country manager) en hann starfaði áður sem stjórnandi hjá EC Software, Framfabog SAS Institute meðal annarra, og býr yfir mikilli reynslu á sviði sölu- og markaðsmála í stafræna geiranum, og er hreint út sagt mega næs gaur, mega!

Við erum þegar komin með kúnna þannig að þetta gæti ekki farið betur af stað. Það er því með miklu stolti, þakklæti og auðmýkt sem ég fagna þessu með öllu fólkinu okkar.

Jätte bra, jätte bra gott fólk.