Heim

Guðmundur Bjarni Sigurðsson

4. júlí 2019

Ársskýrsla Arion Banka

Betra er seint en aldrei sagði einhver einhvern tíma, hver ætli hafi sagt þetta? En aftur að innihaldi þessarar færslu, ársskýrsla Arion Banka, smá seint, mikið að gera, tugga, gömul…

Í byrjun árs fór ársskýrsla bankans í loftið eins og öll önnur ár en í þetta skiptið í glæsilegum nýjum búningi. Undanfarin ár höfum við unnið með sérfræðingum bankans í að gera gríðarlega smart hönnunarkerfi (design system) fyrir allar stafrænar vörur bankans. Kerfið köllum við Eternia, út frá heiminum sem He-Man teiknimyndirnar gerast í af því að það er skemmtilegt, góð saga. Áður nefnt kerfi gerir okkur kleift að koma stafrænum vörum bankans út á leifturhraða miðað við það sem áður var og halda hönnunarlegu samræmi yfir allar stafrænar dreifileiðir bankans. Forritun verkefnisins var svo í höndum Advania.

Skoða hérna